PERSÓNULEG FJARÞJÁLFUN

ÉG HEF ÓTRÚLEGA MIKLA ÁSTRÍÐU FYRIR ÞVÍ AÐ HJÁLPA ÖÐRUM KONUM AÐ LÍÐA VEL Í EIGIN LÍKAMA OG NÁ ÖLLUM SÍNUM MARKMIÐUM! HVORT SEM ÞÚ ERT BYRJANDI EÐA LENGRA KOMIN ÞÁ KEM ÉG ALLTAF Á MÓTS VIÐ ÞIG!

Spurt og svarað

Algengar spurningar

Hvernig virkar þjálfunin?

Þjálfunin fer alfarið fram í gegnum app þar sem þú færð æfingaplön, næringarplön, skilar inn stöðumati, hefur samskipti við þjálfara o.fl.
Einungis stakar vörur eru sendar rafrænt í tölvupósti.

Hversu fljótt get ég byrjað í þjálfun?

Ef þú skráir þig í FJARÞJÁLFUN PRO eða NÆRINGARÞJÁLFUN þá tekur allt að viku til að geta byrjað í þjálfun þar sem ég þarf nokkra daga til að undirbúa sérsniðið prógram fyrir þig.

Ef þú skráir þig í APPÁSKRIFT eða MUSCLE MAMAS þá getur þú byrjað strax næsta dag.

Hver er munurinn á FJARÞJÁLFUN PRO og APPÁSKRIFT?

Í FJARÞJÁLFUN PRO hefur þú mikið aðhald, endalausan stuðning og pepp frá þjálfara sem og vikulegt stöðumat þar sem við förum reglulega yfir stöðuna og uppfærum markmið og annað.

APPÁSKRIFT hentar best þeim sem vilja hafa prógram í höndunum og útreiknuð næringargildi en engin frekari afskipti, ekkert aðhald frá þjálfara og ekkert stöðumat. Þó allaf hægt að hafa samskipti við þjálfara ef eitthvað er.

Ertu að bjóða upp á næringarþjálfun?

Ég er í augnablikinu ekki að bjóða upp á staka næringarþjálfun - en það er næringarþjálfun innifalin í FJARÞJÁLFUN PRO og MUSCLE MAMAS 🥰

Eru plönin sérsniðin að mér?

Í FJARÞJÁLFUN PRO bý ég til plön sem eru sérsniðið að þér og þínum markmiðum.

Í APPÁSKRIFT er prógram mánaðarins sem þú getur aðlagað eftir hentugssemi, en næringargildin/matarplan er reiknað útfrá hverjum og einum einstaklingi.

Sama á við um MUSCLE MAMAS

Hvernig virkar vikulega stöðumatið?

Í hverri eða aðra hverja viku skilar þú inn stöðumati í gegnum appið til að hámarka árangur þinn í þjálfun, sem inniheldur:

  • Svör við nokkrum spurningum varðandi almenna heilsu og líðan
  • Svör við spurningum varðandi hreyfingu og næringu síðastliðna viku, t.d. á skalanum 1-10 (hungur, endurheimt, svefngæði o.s.frv.)
  • Markmiðasetning
  • Myndir
  • Líkamsmælingar
  • Annað sem þú vilt koma á framfæri

Þjálfari fer svo yfir og sendir svar í formi myndbands ef stöðumati er skilað inn á réttum tíma.

Þarf ég að eiga kort í ræktina?

Öll þjálfun hjá mér er fjarþjálfun, svo ef þú kýst að fá ræktarprógram þá þarft þú sjálf að eiga kort í ræktina.

Ef þú skráir þig í MUSCLE MAMAS heimaprógrammið þá þarft þú ekki kort í ræktina.

Í FJARÞJÁLFUN PRO hefur þú val um heima- og/eða ræktarprógram.

Þarf ég að eiga lóð til að skrá mig í MUSCLE MAMAS heimaprógrammið?

Já og nei! Fyrstu 2 vikurnar af prógramminu eru alveg án allra þyngda. Eftir það er þetta persónubundið hvort þú viljir byrja að nota lóð eða ekki (það er hægt að sleppa því).

En til að geta aukið ákefðina væri best að eiga lóðapar og/eða bjöllu, en það er líka hægt að finna og nota eitthvað sem til er á heimilinu (t.d. að fylla tvær 500ml vatnsflöskur).

Hvaða prógram hentar best konum á meðgöngu?

Konur á meðgöngu geta skráð sig í FJARÞJÁLFUN PRO og APPÁSKRIFT, en mikilvægt er að láta þjálfara vita af meðgöngu.

MUSCLE MAMAS hentar ekki konum á meðgöngu. MUSCLE MAMAS hentar í fyrsta lagi 8 vikum eftir fæðingu.

Þarf ég að vera mamma til að skrá mig í MUSCLE MAMAS?

Nei alls ekki ❤️ Prógrammið er hannað með busy mömmur í huga en hentar hvaða konu sem er sem vill taka stuttar og krefjandi æfingar og leggja aðaláherslu á rassvöðva og kviðsvæði.